mán 30. maí 2016 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Breiðablik fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna
Úr leik liðanna á síðasta tímabilii
Úr leik liðanna á síðasta tímabilii
Mynd: Fótbolti.net
Stjarnan 1 - 3 Breiðablik
0-1 Daniel Bamberg ('72 )
0-2 Atli Sigurjónsson ('80 )
1-2 Arnar Már Björgvinsson ('82 )
1-3 Arnþór Ari Atlason ('91 )
Nánar um leikinn

Breiðablik varð í kvöld fyrsta liðið til þess að leggja Stjörnuna af velli í Pepsi-deild karla.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir úr Kópavogi yfir, hinn sænski Daniel Bamberg skoraði þá sittt fyrsta mark í sumar og kom Blikum yfir.

Atli Sigurjóns kom Blikum í 2-0 ekki svo löngu eftir fyrsta markið, en aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Arnar Már Björgvinsson muninn fyrir Stjörnuna.

Það var hins vegar ekki nóg því Arnþór Ari Atlason kláraði leikinn fyrir Blika með þriðja og síðasta marki leiksins í uppbótartíma.

3-0 sigur Breiðabliks niðurstaðan í þessum leik, en Blikar fara á toppinn með 12 stig eftir þennan leik. Stjarnan er í 2. sæti með stigi minna.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner