Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. maí 2016 19:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikur: Zlatan kom ekki við sögu í markaleysi
Zlatan spilaði ekki í dag
Zlatan spilaði ekki í dag
Mynd: Getty Images
Svíþjóð 0 - 0 Slóvenía

Leik Svíþjóðar og Slóveníu var að ljúka, en Svíar eru að undirbúa sig fyrir EM sem hefst í næsta mánuði.

Slóvenar komust í umspil um sæti á mótinu, en þurftu þar að lúta í lægra haldi fyrir Úkraínu. Svíar fóru einnig í umspil, en höfðu þar betur gegn nágrönnunum frá Danmörku.

Liðin mættust í Svíþjóð í kvöld, en það fór þannig að ekkert mark var skorað og markalaust jafntefli var því niðurstaðan.

Markahrókurinn eftirsótti Zlatan Ibrahimovic sat allan tímann á bekknum í kvöld og spurning er hvort úrslitin hefðu verið önnur, hefði hann spilað.

Zlatan átti mjög gott tímabil í Frakklandi með Paris Saint-Germain, en samningur hans við félagið er að renna út og mun hann róa á önnur mið í sumar. Hans líklegasti áfangastaður er talinn vera á Englandi, nánar tiltekið Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner