Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 30. maí 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Wimbledon komið upp í C-deild 14 árum eftir stofnun
Leikmenn Wimbledon fagna í dag.
Leikmenn Wimbledon fagna í dag.
Mynd: Getty Images
AFC Wimbledon tryggði sér í dag sæti í ensku C-deildinni með 2-0 sigri á Plymouth í úrslitaleik umspilsins í D-deildinni á Wembley í dag.

Vöðvatröllið Adebayo Akinfenwa innsiglaði sigur Wimbledon með marki úr vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leikíma.

Wimbledon lék á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni en í kringum aldamótin flutti liðið frá London til Milton Keynes sem er meira en 100 kílómetra í burtu.

Stuðningsmenn Wimbledon voru afar ósáttir og nokkrir þeirra stofnuðu nýtt félag, AFC Wimbledon.

Frá stofnun félagsins árið 2002 þá hefur AFC Wimbledon nú farið upp um sex deildir.

AFC Wimbledon leikur því í sömu deild og MK Dons á næsta ári þar sem síðarnefnda liðið féll úr Championship deildinni á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner