Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 30. maí 2018 21:44
Egill Sigfússon
Ágúst Gylfason: Menn svöruðu kallinu hér í dag
Gústi Púst er kominn með Blikana í 8 liða úrslit
Gústi Púst er kominn með Blikana í 8 liða úrslit
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik vann KR 1-0 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var ánægður með spilamennsku síns liðs eftir að hafa tapað síðasta leik gegn Val.

„Mér fannst við mjög ákafir í leiknum og spiluðum frábæran fótbolta og við svöruðum fyrir tapið gegn Val um daginn. Þetta var bara mikil skemmtun held ég."

Blikar stilttu upp 3 manna hafsentalínu í dag og Gústi sagði að þeir hefðu svarað kallinu vel.

Þeir svöruðu þessu kalli vel og mér fannst KR eiga erfitt með að ráða við það og við spiluðum frábærlega vel og nátturulega lykilatriði í þessu er að komast áfram sem við gerðum."

HInn ungi Kolbeinn Þórðarson og Eyjapeyjinn Arnór Gauti Ragnarsson byrjuðu inná í dag og Gústi var virkilega ánægður með þeirra leik í dag.

„Kolli var mjög öflugur í dag, góður á boltann og framtíðarleikmaður klárlega. Arnór Gauti gaf varnarmönnunum engan tíma til að hugsa og gerði það mjög vel."

Jonathan Hendrickx hneig niður á vellinum og fór með sjúkrabíl en hann var með fullri meðvitund og labbaði sjálfur út í bíl.

„Ég heyrði það í hátalarakerfinu að honum liði vel eftir atvikum og við fylgjumst bara vel með gangi mála."
Athugasemdir