Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. júní 2015 11:00
Fótbolti.net
Hófið - Hrækt, pissað og froða færð
Leikmenn Breiðabliks fóru sneipuför til Vestmannaeyja.
Leikmenn Breiðabliks fóru sneipuför til Vestmannaeyja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Tómasson vill gleyma sunnudeginum sem fyrst.
Eyjólfur Tómasson vill gleyma sunnudeginum sem fyrst.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Óli Þórðar og Milos þurftu að sætta sig við tap.
Óli Þórðar og Milos þurftu að sætta sig við tap.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú klæðum við okkur upp í betri fötin og höldum lokahóf eins og venjan er eftir allar umferðir Pepsi-deildarinnar. Verðlaunin koma á færibandi en það eru þó sum verðlaun sem eru ekki eftirsóknarverð...

Leikur umferðarinnar: Valur 4 - 2 ÍA
Leikur Vals og ÍA var gríðarlega opinn og skemmtilegur.
Skoðaðu skýrsluna

EKKI lið umferðarinnar:

Öll varnarlína ÍA eins og hún leggur sig kemst í Ekki liðið að þessu sinni. Ellert Hreinsson er í sóknarlínunni en hann var tekinn af velli í Vestmannaeyjum þrátt fyrir að Breiðablik þurfti nauðsynlega á marki að halda.

Martraðardagur umferðarinnar: Eyjólfur Tómasson
Eyjólfur Tómasson upplifði sinn versta dag í Pepsi-deildinni til þessa í 1-0 tapi Leiknis gegn KR. Hann átti að koma í veg fyrir sigurmark KR-inga og fékk svo á sig eitt aulalegasta rauða spjald sumarsins þegar hann missti boltann klaufalega til Þorsteins Más og sló svo boltann utan teigs.
Skoðaðu skýrsluna

Mark umferðarinnar: Atli Guðnason
Eftir frábært samspil FH-inga skoraði Atli Guðnason þriðja mark FH í 3-1 útisigri gegn Fjölni. Aðdragandinn var konfekt.
Skoðaðu skýrsluna

Froða umferðarinnar: Sindri Snær Magnússon
Breiðhyltingurinn í Keflavíkurliðinu reyndi sama trikk og David Luiz á HM með því að taka dómarafroðuna og færa hana til.
Sjáðu myndband af atvikinu

Spurning umferðarinnar: „Þú ert ekkert lamaður í höndinni er það nokkuð línuvörður?"
Spurði æstur Fjölnismaður sem stóð beint fyrir neðan fjölmiðlastúkuna.

Dómari umferðarinnar: Eiler Rasmussen
Jógvan Hansen. Nei segi svona. Að sjálfsögðu var það langbesti vinur hans Eiler Rasmussen sem dæmdi leik Fjölnis og FH með miklum sóma. Fékk 8,5 í einkunn.

Hvað er hann gamall umferðarinnar:
Fylkir fékk aukaspyrnu á hættulegum stað þegar langt var liðið á leikinn gegn Víkingi. Oddur Ingi Guðmundsson stillti boltanum upp en Reynir Leósson aðstoðarþjálfari Fylkis kallaði fimm sinnum á Jóhannes Karl Guðjónsson að taka spyrnuna. Á endanum tók Oddur Ingi spyrnuna og Reynir hundskammaði Jóhannes Karl sem svaraði: „Hann vildi taka hana," - Reynir var ekki sáttur við svarið og spurði: „Og hvað er hann gamall?"

Ofurvaramaður umferðarinnar: Ásgeir Örn Arnþórsson
Kom ferskur inn af bekknum og tryggði Fylkismönnum virkilega kærkominn sigur í uppbótartíma eftir dræmt gengi undanfarið.
Skoðaðu skýrsluna

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Tryggvi Guðmundsson
Afar erfið helgi að baki fyrir Tryggva sem mætti undir áhrifum áfengis á æfingu á laugardag en hann átti að stýra ÍBV ásamt Inga Sigurðssyni á sunnudag. Tryggvi hefur verið rekinn sem aðstoðarþjálfari. Hann getur engum kennt um nema sjálfum sér en af hverju fær hann heiðursverðlaun? Það er fyrir að koma hreint fram við fjölmiðla, viðurkenna eigið vandamál og vera ekki í neinum feluleik.
Lestu viðtal við Tryggva

Strípur umferðarinnar: Ingi Sigurðsson
Ingi skartaði glæsilegum strípum þegar hann stýrði ÍBV til sigurs gegn Blikum.

Munnvatn umferðarinnar: Marko Andelkovic
Serbinn hrækti á Hauk Pál Sigurðsson, fyrirliða Vals, og Haukur var skiljanlega allt annað en sáttur.
Sjáðu frétt

Pissari umferðarinnar: Sindri Björnsson
Leikmaður Leiknis kastaði af sér þvagi á KR-völlinn.
Sjáðu frétt

Brot af #fotboltinet á Twitter:
























Athugasemdir
banner
banner
banner