Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. júní 2015 12:31
Elvar Geir Magnússon
Barcelona nær samkomulagi um verðið á Pogba
Pogba og Andrea Pirlo.
Pogba og Andrea Pirlo.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba verður leikmaður Barcelona á næsta ári samkvæmt ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.

Blaðið segir að Börsungar hafi komist að samkomulagi við Juventus um 64 milljóna punda kaupverð á leikmanninum.

Barcelona er þó í kaupbanni og getur ekki fengið leikmanninn fyrr en á næsta ári þegar banninu verður aflétt.

Manchester City og Chel­sea hafa reynt að fá Pogba en franski miðjumaðurinn var á mála hjá Manchester United áður hann fór til Ju­vent­us árið 2012.
Athugasemdir
banner
banner