Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. júní 2015 14:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Dómarastjóri KSÍ: Reynum að bregðast við áföllum
Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ.
Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varadómari var á flestum leikjum Pepsi-deildar karla í síðustu umferð en stefnan er sett á að varadómari verði á öllum leikjum deildarinnar á næsta tímabili. Þetta segir Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, í samtali við Vísi.

Varadómarinn sér um öll samskipti við bekkinn og gefur merki um uppbótartíma. Hann stuðlar að því að aðstoðardómari 1 á leikjum fær betri vinnufrið.

Með þessu er KSÍ að bregðast við þeirri gagnrýni sem íslenskir dómarar hafa fengið í sumar.

„Menn halda að við séum ekki að gera neitt, en þegar við lendum í svona áföllum þá reynum við alltaf að bregðast við. Eins og allir vita vorum við í erfiðleikum með aðstoðardómarana þannig við kölluðum þá aukalega inn á fund þar sem við fórum yfir allan pakkann," segir Magnús við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner