Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. júní 2015 15:04
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Eiður Smári heldur til Kína í dag
Eiður í viðtali við Fótbolta.net.
Eiður í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen heldur samkvæmt heimildum Vísis utan til Kína í dag til að skoða aðstæður hjá Shijiazhuang Ever Bright.

Sagt er að Eiður gæti samið við félagið á morgun.

Þessi 36 ára íslenski landsliðsmaður var hjá Bolton síðasta vetur og stóð sig vel í ensku Championship-deildinni. Talið var næsta víst að hann yrði áfram hjá félaginu.

Shijiazhuang er í áttunda sæti kínversku deildarinnar með 20 stig, þrettán stigum á eftir toppliði Beijing Guoan.

Eiður yrði þriðji Íslendingurinn í kínversku deildinni en varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen og sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson spila báðir með Jiangsu Sainty.
Athugasemdir
banner
banner
banner