Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2015 20:23
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: 433 
Hólmbert: Ekki búinn að velja KR
Hólmbert er búinn að ræða við fjögur af stærstu liðum Pepsi-deildarinnar.
Hólmbert er búinn að ræða við fjögur af stærstu liðum Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson er á leið heim til Íslands eftir dvöl í herbúðum Celtic og Bröndby síðustu tvö ár.

Hólmbert er búinn að funda með KR, Val, Breiðabliki og Stjörnunni undanfarna daga og greindi frá þessu og öðru í samtali við 433.is.

Hólmbert segir í viðtalinu að ekki sé búið að ganga frá neinum félagsskiptum og hann hafi ákveðið að snúa heim vegna vanlíðan.

„Ég ætla svo sem ekki að fara djúpt í það af hverju ég er að koma heim. Mér leið kannski ekki alltof vel þarna úti, kvíði og annað slíkt spilaði þar inn í,“ sagði Hólmbert í viðtali við 433.is.

„Ég vildi bara koma heim og núlstilla mig og taka til í mínum málum. Svo ef tækifærið gefst aftur þá mun ég klárlega skoða það að fara aftur í atvinnumennsku. Hvort sem það gerist eða ekki er annað mál,"

Hólmbert fékk tilboð erlendis frá en hafnaði því að fara til Svíþjóðar eða aftur til Danmerkur til að finna stöðugleika heima.

„Ég fékk tilboð frá Svíþjóð sem ég sagði strax nei við. Það var fullt af áhuga og Vestjælland sýndi mér rosalega mikinn áhuga sem ég er þakklátur yfirr. Þeir biðu lengi eftir mér á meðan ég var að ákveða mig en ég fann það ekki í mér að fara út aftur. Mér líður svona núna og ég ákvað að koma heim og finna gleðina á nýjan leik. Ef vel tekst til og ég fæ aftur tækifæri þá skoða ég það ef mér finnst ég vera tilbúinn.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner