þri 30. júní 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Seaman: Kaupin á Cech færa Arsenal nær titlinum
David Seaman er fyrrum markvörður Arsenal.
David Seaman er fyrrum markvörður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Sú staðreynd að Arsenal náði að klófesta Petr Cech þýðir að Arsenal er komið nær því að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 12 ár. Þetta segir David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal.

Cech er 33 ára markvörður sem keyptur var á 10 milljónir punda frá Chelsea en hann skrifaði undir fjögurra ára samning.

„Hann er hluti af púsluspili sem er næstum tilbúið. Við þurfum góðan miðvörð og miðjumann sem er í líkingu við Patrick Vieira eða Yaya Toure," segir Seaman.

„Félagið er komið með stöðugleikann til að fjármagna laun og stór kaup. Með því að kaupa öfluga leikmenn eins og Cech færist liðið nær því að vinna deildina."

Cech var varamarkvörður Chelsea á síðasta tímabili.

„Hann kemur ekki til Arsenal til að vera númer tvö. Hann hefur verið ótrúlega sigursæll og er enn á hátindi ferilsins. Hann á að minnsta kosti fimm eða sex góð ár. Hann er sterkur karakter í klefanum og ég fagna komu hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner