Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2015 17:25
Elvar Geir Magnússon
Úrskurður aganefndar: Tveir Eyjamenn í banni gegn ÍA
Hafsteinn Briem.
Hafsteinn Briem.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Sex leikmenn í Peps-deild karla voru úrskurðaðir í eins leiks bann vegna uppsafnaðra áminninga.

Auk þess er Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, á leiðinni í bann eftir að hafa fengið rautt spald gegn KR síðasta sunnudag. Eyjólfur missir af botnbaráttuslag gegn Keflavík þann 13. júlí en varamarkvörður Breiðhyltinga, Arnar Freyr Ólafsson, stendur í rammanum í þeim leik.

Tveir leikmenn ÍBV verða í banni þegar liðið mætir ÍA í öðrum botnbaráttuslag. Haf­steinn Briem og Mees Siers eru komn­ir með fjög­ur gul spjöld og leika því ekki 12. júlí.

Guðjón Pét­ur Lýðsson úr Breiðabliki og Ólafur Páll Snorrason úr Fjölni verða í banni þegar liðin mætast 13. júlí. Pét­ur Viðars­son miss­ir af leik FH gegn Fylki og Igor Taskovic miss­ir af leik Vík­ings gegn KR en báðir þessir leikir verða 12. júlí.

Eyj­ólf­ur Tóm­as­son miss­ir af leik Leikn­is gegn Kefla­vík 13. júlí en hann fékk rautt spjald í leikn­um við KR á dög­un­um.

Þrír leik­menn úr 1. deild karla voru úr­sk­urðaðir í bann: Ágúst Freyr Halls­son og Leif­ur Andri Leifs­son úr HK og Al­ex­and­er Freyr Sindra­son úr Hauk­um. Leikbannið tekur gildi á föstudaginn og geta þeir því leikið með liðum sínum á fimmtudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner