Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2015 17:00
Fótbolti.net
Úrvalslið í 1. deild - Þróttur og Ólafsvíkingar með þrjá
Ósvald Jarl Traustason leikmaður Gróttu.
Ósvald Jarl Traustason leikmaður Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dion Acoff er enn einu sinni í úrvalsliðinu.
Dion Acoff er enn einu sinni í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur og Víkingur Ólafsvík eru í þægilegri stöðu í tveimur efstu sætunum í 1. deild karla eftir sigra um helgina.

Bæði lið eiga þrjá menn í úrvalsliði umferðarinnar að þessu sinni. Ólafsvíkingar unnu Grindavík 2-0 á heimavelli á meðan Þróttur sigraði Fjarðabyggð 2-1.

Liðið er varnarsinnaðara en vanalega en fimm varnarmenn eru í liðinu. Þar á meðal eru tveir vinstri bakverðir, þeir Ósvald Jarl Traustason og Hlynur Hauksson

Ósvald var öflugur hjá Gróttu í fyrsta sigri liðsins á tímabilinu. Grótta sigraði Þór 1-0 þar sem markvörðurinn Árni Freyr Ásgeirsson var í miklu stuði á milli stanganna.

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hjá Haukum og Magnús Már Lúðvíksson hjá Fram hjálpuðu sínum liðum að ná í útisigra og Aron Þórður Albertsson hjálpaði HK að landa ótrúlegum sigri gegn KA. Aron Þórður kom inn á sem varamaður á 87. mínútu en hann skoraði og lagði upp mark áður en yfir lauk.



Úrvalslið 8. umferðar:
Árni Freyr Ásgeirsson (Grótta)

Ósvald Jarl Traustason (Grótta)
Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Magnús Már Lúðvíksson (Fram)
Hlynur Hauksson (Þróttur)

Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Aron Þórður Albertsson (HK)
Oddur Björnsson (Þróttur)

Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Dion Acoff (Þróttur)

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner