Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. júní 2015 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Útigangsmenn halda til í Fylkisstúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn eiga við óvenjulegan vanda að etja utan vallar þessa dagana. Því útigangsmenn halda til í stúkunni við Fylkisvöll.

„Við höfum reynt að hafa upp á þeim, en það hefur því miður ekki tekist," sagði Árni Jónsson framkvæmdastjóri félagsins. Hann hefur nokkrum sinnum mætt fyrr í vinnuna en gengur og gerist til að hafa upp á þeim, en þá hafa þeir ekki verið til staðar.

„Við höfum haft samband við lögregluna varðandi þetta mál en það er lítið sem þeir geta gert. Það eru engin ummerki um að þeir séu að gera eitthvað ólöglegt í stúkunni. Við þyrftum helst að grípa þá við slíkt athæfi svo lögreglan geti aðhafst í málinu."

Svo virðist vera sem útigangsmennirnir sé 2-3, bæði íslenskir og erlendir og á þrítugsaldri. „Þeir hafa það greinilega náðugt í nýju stúkunni með frábært útsýni," sagði Árni en útigangsmennirnir halda sig oftast aftast í stúkunni, þar sem leðurklædd sæti, svokölluð VIP sæti eru.

Útigangsmennirnir hafa haldið sig í stúkunni í töluvert langan tíma og segir Árni að það sé kominn tími á að þeir fari að finna sér nýjan gististað.

„Það væri gaman að ná á þá og spjalla aðeins við þá. Ég gæti mögulega fundið einhvern annan og betri stað fyrir þá til að gista," sagði Árni á léttu nótunum að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner