Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júní 2016 19:21
Magnús Már Einarsson
Dagsferð til Parísar - Miði og flug á leikinn
Lokaséns á skráningu á miðnætti
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður Stjörnunnar, hefur leigt flugvél og stefnir á að fara dagsferð til Parísar á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM á sunnudag.

Grétar er með flug til sölu sem og miða á leikinn sjálfan í París.

Um er að ræða 100 sæta vél en fylla þarf öll sæti til að ferðin verði farin.

Þegar þetta er skrifað eru 20 sæti laus en skráning stendur yfir á [email protected]. Einnig er hægt að heyra í Grétari í síma 8692514.

Flogið er út klukkan 7 á sunnudagsmorgun til Parísar. Flugferðin tekur 4 tíma og 15 mínútur.

Flogið er heim klukkan 3 um nóttina eftir leikinn.

Athugið að flogið er frá Reykjavíkurflugvelli!

Flugið kostar 154.900 kr.

Miði í cat 2, 3 og 4 kostar 350 evrur.
Miði í cat 1 kostar 500 evrur.

Skráðu þig á [email protected] eða í síma 8692514.
Athugasemdir
banner