Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. júní 2016 21:48
Hafliði Breiðfjörð
EM: Portúgal í undanúrslit eftir vító
Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. Hann nýtti sína spyrnu.
Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. Hann nýtti sína spyrnu.
Mynd: Getty Images
Portúgal varð í kvöld fyrsta liðið til að komast í undanúrslit Evrópumótssins í Frakklandi eftir að liðið vann sigur á Póllandi í leik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Robert Lewandowski kom Póllandi yfir snemma leiks en undrabarnið Renato Sanchez jafnaði metin með glæsimarki.

Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því var framlengt um 2x15 mínútur. Enn var ekki skorað svo ráða þurfti úrslitum í vítaspyrnukeppni.

Þar var skotnýtingin nokkuð góð og úrslitin réðust á því að Patricio markvörður Portúgals varði eina spyrnu, frá Blaszczykowski.

Pólland 1 - 1 Portúgal (4-6 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Robert Lewandowski ('2 )
1-1 Renato Sanches ('33 )

Vítaspyrnukeppnin:
1-2 Cristiano Ronaldo skorar
2-2 Robert Lewandowski skorar
2-3 Renato Sancheaz skorar
3-3 Arkadiusz Milik skorar
3-4 Moutinho skorar
4-4 Kamil Glik skorar
4-5 Nani skorar
4-5 Blaszczykowsk lætur verja frá sér
4-6 Ricardo Quaresma skorar
Athugasemdir
banner