Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. júní 2016 12:22
Fótbolti.net
Engin útsala á Frökkum
Icelandair
Franck Ribery í gufubaði.
Franck Ribery í gufubaði.
Mynd: Getty
Magnaður árangur Íslands sýnir svo ekki verður um villst að peningar skipta ekki öllu máli í fótbolta.

Til gamans er þó hægt að velta verðmæti leikmannahópa liðanna fyrir sér, enda himinn og haf á milli okkar og mótherjanna í 8 liða úrslitum.

Verðmætir Frakkar utan hóps
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, gat valið úr fjölda leikmanna í 23 manna hóp. Þeir sem ekki voru valdir eru þó engir aukvissar. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá verðmæti byrjunarliðs Íslands, áætlað af transfermarkt.com. Að sjálfsögðu er þó um meiriháttar vanmat að ræða þar sem verðmiðinn hefur rokið upp að undanförnu. Einnig höfum við tekið saman 11 manna byrjunarlið franskra leikmanna sem ekki eru í leikmannahópi gestgjafanna. Breiddin í franskri knattspyrnu sést glögglega á þeim samanburði, en á myndinni má einnig sjá félagslið viðkomandi leikmanna.

Stórleikur á sunnudag
Á sunnudaginn mæta Íslendingar sannkallaðri stórþjóð í alþjóðlegum fótbolta. Pressan er öll á þeim en íslensku leikmennirnir hafa þegar komið sér í sögubækurnar og unnið hug og hjörtu áhorfenda um allan heim. Við getum sigrað hvaða lið sem er og höfum þegar sannað að myndir eins og sú sem hér til umfjöllunar skipta engu máli þegar á völlinn er komið. Mikið verður þó gaman að uppfæra myndina í haust þegar verðmæti leikmanna okkar endurspeglar betur frammistöðu þeirra á mótinu.

Góða skemmtun á sunnudaginn!

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB
Gísli Halldórsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum
Athugasemdir
banner
banner