Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. júní 2016 12:46
Þorsteinn Haukur Harðarson
Englendingar hentu flöskum í íslenska fjölskyldu í Brighton
Icelandair
Íslenskir stuðningsmenn í Englandi lentu í vandræðum
Íslenskir stuðningsmenn í Englandi lentu í vandræðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensk fjölskylda í Brighton á Englandi lenti í vandræðum þegar hún horfði á viðureign Englands og Íslands á EM á mánudag.

Fjölskyldan horfði á leikinn á risaskjá í Brighton en þar var margt um manninn þegar líða tók á leikinn fóru stuðningsmenn enska liðsins að kasta flöskum og öðru lauslegu í íslensku fjölskylduna en tvö börn voru með í för.

Til allrar hamingju voru öryggisverðir fljótir til að koma fjölskyldunni til bjargar en þeir mynduðu skjöld í kringum hana þar til Englendingarnir voru farnir eftir leik.

"Þarna var fólk í mesta bróðerni að styðja sitt lið áfram en undir lokin voru einhverjir Englendingar farnir að kasta flöskum í íslenska fjölskyldu. Ég sá ekki hvort þau meiddu sig þar sem öryggisverðir voru fljótir að bregðast við," sagði sjónarvottur í samtali við fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner