Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júní 2016 10:57
Magnús Már Einarsson
Enn stærri skjár settur upp við Arnarhól á sunnudag
Icelandair
Áfram Ísland!
Áfram Ísland!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemningin var ólýsanleg við Arnarhól þegar Ísland mætti Englandi á EM síðasta mánudag. Talið er að allt að tuttugu þúsund manns hafi mætt til að fylgjast með leiknum og hrópa „Áfram Ísland“, ásamt því að taka þátt í víkingafagninu víðfræga.

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar leiknum lauk og ljóst var að Ísland væri komið áfram í átta liða úrslit. Myndir af fagnaðarlátum Íslendinga á Arnarhóli hafa í kjölfarið birst í fjölmiðlum um allan heim.

Áhuginn á leik Íslands og Frakklands á sunnudag er ekki minni, nema síður sé, og því hafa aðstandendur EM torgsins: Íslensk getspá, Landsbankinn, Icelandair, Coca-Cola, KSÍ, N1, Síminn og Borgun ásamt Reykjavíkurborg ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða þeim aðdáendum landsliðsins sem ekki verða staddir á Stade de France í París að mæta á Arnarhól.

Þar verður sett upp hljóðkerfi og skjár sem er enn stærri en sá sem notaður var til að sýna leikinn gegn Englandi auk þess sem bætt hefur verið úr salernisaðstöðu og aðgengi fyrir fatlaða. Sérstök upphitunardagskrá verður fyrir leikinn sem hefst klukkan 19 og það borgar sig að mæta tímanlega.

Lækjargata verður lokuð frá morgni til kvölds á sunnudag til að auka aðgengi gangandi og hjólandi fólks að Arnarhóli. Allir aðrir leikir keppninnar verða áfram sýndir á EM torginu á Ingólfstorgi.

Allir eru hvattir til að koma og styðja strákana okkar og upplifa EM drauminn saman á Arnarhóli. Áfram Ísland!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner