Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 30. júní 2016 21:10
Hafliði Breiðfjörð
Evrópudeildin: Hólmbert tryggði KR sigur - Blikar töpuðu
Hólmbert Aron er loksins búinn að skora fótboltamark fyrir KR.
Hólmbert Aron er loksins búinn að skora fótboltamark fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Tveimur af þremur leikjum dagsins er lokið i Evrópudeild UEFA í kvöld þar sem Hólmbert Aron Friðjónsson tryggði KR sigur á Glenavon frá Írlandi á sama tíma og Breiðablik tapaði illa fyrir lettneska liðinu Jelgava.

Glenavon komst yfir gegn KR með marki Simon Kelly á 14. mínútu en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin seint í fyrri hálfleik.

Hólmbert Aron skoraði svo sigurmarkið seint í leiknum úr vítaspyrnu og braut þar með loksins ísinn eftir að hafa ekki tekist að skora fótboltamark á árinu. Þetta var fyrsti leikur Willums Þórs Þórssonar með KR eftir að hann tók við þjálfarastarfinu af Bjarna Guðjónssyni í vikunni.

Fín staða hjá KR fyrir seinni leikinn í næstu viku en úrslitin hjá Breiðablik verða að teljast mikil vonbrigði en liðið tapaði 2-3 gegn Jelgava og þarf því góðan leik á útivelli til að komast áfram. Daniel Bamberg skoraði fyrra mark Breiðabliks og Oliver Sigurjónsson það seinna í blálokin.

KR 2 - 1 Glenavon
0-1 Simon Kelly ('14)
1-1 Pálmi Rafn Pálmason ('40)
2-1 Hólmbert Aron Friðjónsson ('78, víti)

Breiðablik 2 - 3 FK Jelgava
0-1 Glebs Kluskins ('10)
1-1 Daniel Bamberg ('13)
1-2 Valerijs Redjko ('33)
1-3 Mindaugas Grigaravi ('44)
2-3 Oliver Sigurjónsson ('93)
Athugasemdir
banner
banner