Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
banner
   fim 30. júní 2016 09:52
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Heimir: Við erum eins og eldri borgarar
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, annars þjálfara íslenska liðsins, talaði við fréttamenn fyrir æfingu í dag.

Töluvert fleiri fréttamenn voru mættir á æfinguna til að spjalla við leikmenn en áður hafði verið í keppninni enda 8-liða úrslitin næst, á móti heimamönnum.

„Auðvitað er þetta bilun en við vissum að við værum að fara að spila við Frakka og það er stórt, þeir eru mikið að fylgja sínu liði. Það er mikið hype í kringum þetta og ef þú ætlar að lesa allt sem er skrifað um íslenska landsliðið og um hvern einasta leikmenn, myndi ekki duga dagurinn til þess. Ef við ætlum að fókusa á það að vera frægir núna, þá erum við ekki að fókusa á það sem skiptir máli."

Hann segir Frakkana vera með einn allra sterkasta leikmannahópinn í keppninni.

„Þetta er líklegast sterkasti leikmannahópurinn af þeim öllum, ef við tölum um einstaklinga í keppninni."

Leikmnenninrir fengu frí í gær og talar Heimir um hvað það hafi verið mikilvægt.

„Í gær fannst okkur nauðsynlegt að gefa mönnum andlegt og líkamlegt frí frá okkur, fundum og æfingum. Þeir fóru í gólf, siglingar eða út að borða. Það er gott að vera íslendingur, það þekka okkur svo fáir. Við erum með keppnir á hverjum degi í ýmsum hlutum, Þorgrímur er meistari að finna eitthvað. Það er púttvöllur og svona. Við erum eins og eldriborgarar, alltaf í einhverjum keppnum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner