banner
   fim 30. júní 2016 11:22
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hulk verður launahæstur í Kína
Mynd: Getty Images
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Hulk hefur lokið við læknisskoðun hjá kínverska liðinu Shanghai SIGP og verður hann kynntur til sögunnar hjá liðinu á blaðamannafundi á morgun.

Hulk kemur til liðsins frá Zenit í Rússlandi en kaupverðið eru talið vera um 55 milljónir evra.

Brasilíumaðurinn verður sá launahæsti í deildinni en hann er sagður fá 320 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 53 milljónir í íslenskum krónum talið.

Hulk hefur verið hjá Zenit síðan árið 2012 en þangað kom hann frá Portó í Portúgal.

Þetta er ekki frumraun hans í asískum fótbolta en hann spilaði í Japan árið 2008.

Shanghai liðið er þjálfað af Svían Sven Gören Eriksson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner