fim 30. júní 2016 19:44
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
L'Equipe: Man Utd að hefja viðræður um kaup á Pogba
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Franska dagblaðið L'Equipe fullyrðir í dag að Manchester United sé að hefja viðræður við Juventus um kaup á franska miðjumanninum Paul Pogba.

Pogba sem er 23 ára gamall yfirgaf Mancehster United árið 2012 til að semja við Juventus og fór þá án greiðslu eftir að hafa hafnað samningstilboði frá Sir Alex Ferguson. Þá var hann pirraður á að fá ekki að spila hjá skosku goðsögninni.

Nú er fullyrt að Man Utd vilji fá Pogba aftur til liðs við sig í sumar en miklar breytingar eru hjá enska liðinu sem hefur fengið Jose Mourinho í stjórastólinn og Zlatan Ibrahimovic í framlínuna.

Þó viðræður séu í gangi er ekkert sem segir að eitthvað verði úr félagaskiptum því Juventus mun setja verðmiðann hátt í leikmanninn og vill fá 100 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner