Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 30. júní 2016 14:30
Þorsteinn Haukur Harðarson
Man Utd mætir Galatasaray í Svíþjóð
United spilar í Svíþjóð.
United spilar í Svíþjóð.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United mun mæta Galatasaray frá Tyrklandi í vináttuleik þann 30. júlí.

Leikurinn verður spilaður á Ullevi vellinum í Gautaborg en þetta er liður í lokaundirbúningi liðsins fyrir komandi átök í ensku úrvasdeildinni.

Svíinn Zlatan Ibrahimovic er að öllum líkindum á leið til Man. Utd og því gæti einn af hans fyrstu leikjum með Man. Utd farið fram í Svíþjóð.

Áður en að þessu kemur mun Manchester fara til Kína seinnipart júlí og spila leiki gegn Borussia Dortmund og Manchester city.
Athugasemdir
banner
banner