Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júní 2016 11:56
Þorsteinn Haukur Harðarson
Mane númer 19 hjá Liverpool - Óhappanúmer?
Ryan Babel spilaði í treyju númer 19 hjá Liverpool.
Ryan Babel spilaði í treyju númer 19 hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Nýjasti leikmaður Liverpool, Sadio Mane, verður í teyju númer 19 hjá félaginu. Leikmenn með sama númer hafa yfirleitt valdið vonbrigðum hjá bítlaborgarliðinu eins og vefmiðillinn Joe tók saman.

Steven Caulker:
Steven var fenginn til félagsins á láni um áramótin vegna meiðsla í vörninni. Hann spilaði bara fjóra leiki áður en hann var sendur til baka.

Javier Manquillo:
Hann gerði tveggja ára lánssamning við Liverpool árið 2014 en eftir einungis eitt ár var samningnum rift og Manquillo snéri heim til Atletico Madrdid áður en hann var sendur á lán til Marseille.

Stewart Downing:
Kom frá Aston Villa fyrir 20 milljónir punda en náði ekki að heilla neinn. Fór til West Ham tveimur árum síðar.

Ryan Babel:
Þegar Hollendingurinn Ryan Babel samdi við Liverpool voru miklar vonir bundnar við leikmanninn. Hann var þó alltaf til vandræða á Anfield og er ekki í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum.

Aðrir sem talað var um á listanum voru Fernando Morientes, Brad Friedel, Pegguy Arphexad og Torben Piechnik.
Athugasemdir
banner
banner
banner