Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 30. júní 2016 09:29
Magnús Már Einarsson
Annecy
Raggi Sig: Vitum alveg hvað við erum að gera
Icelandair
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa verið mjög öflugir saman í vörn Íslands.
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa verið mjög öflugir saman í vörn Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, var mættur í viðtal fyrir æfingu í Annecy í dag. Hann segir mikið hafa gengið á eftir sigurinn á Englandi á mánudag.

„Þetta hefur verið mjög viðburðaríkt og það er mikið búið að vera í gangi eftir leikinn. Það er mikið af fólki sem vill tala við okkur og spyrja spurninga," sagði Ragnar við íslenska fjölmiðla.

Ragnar hefur farið á kostum á EM og hann var spurður að því hvort að hann sé að spila sinn besta fótbolta á ferlinum að sínu mati. „Getur maður ekki sagt það? Þetta er rosalega stórt svið hérna. Það spilar inn í hvað manni finnst um eigin frammistöðu."

Ragnar og Kári Árnason hafa verið frábærir í hjarta varnarinnar á mótinu. Ragnar talaði um samvinnu þeirra. „Hún er frábær eins og hún hefur verið síðustu 4-5 árin. Hún verður bara betri og betri."

Væri snilld að fara í félagslið með Kára
Ragnar er líklega á förum frá Krasnodar eftir EM en gætu hann og Kári farið í sama lið? „Þetta virkar ekki þannig. Það væri snilld að við gætum farið eitthvað saman en það er sjaldan sem það gerist í fótboltanum."

Ragnar segir að leikmenn íslenska liðsins hafi náð að halda sér niðri á jörðinni eftir sigurinn magnaða á Englandi. „Við erum búnir að vera í þessum winning pakka í 4-5 ár og við vitum alveg hvað við erum að gera," sagði Ragnar.

„Auðvitað erum við í skýjunum með þennan árangur en við reynum okkar besta til að halda okkur á jörðinni og mér finnst við vera búnir að gera það."

Svipað gegn Frökkum og Englandi
Næsti leikur Íslands er gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum í París á sunnudagskvöldið.„Ég hugsa að þetta verði svipaður leikur á móti Englendingunum. Við verðum underdogs og þurfum að sanna mikið. Ég tel að þetta sé mjög svipuð fótboltalið," sagði Raggi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner