Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
   fim 30. júní 2016 23:39
Arnar Daði Arnarsson
Valsvellinum
Rasmus: Brotnuðum niður við fyrsta markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daninn, Rasmus Steenberg Christensen var að vonum ósáttur með 4-1 tap gegn Bröndby á heimavelli í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í viðureign þeirra í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Eftir fínan markalausan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum fór allt í baklás í byrjun seinni hálfleiks og það nýttu Bröndby-menn sér.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 Bröndby

„Það var eins og við værum ekki mættir til leiks í seinni hálfleik. Þeir fengu mark strax á 2. mínútu í seinni hálfleik og þá brotnuðu við aðeins niður. Því miður."

„Við brotnuðum niður eftir fyrsta markið og það gaf þeim aukið sjálfstraust. Það er mjög leiðinlegt að við komum ekki almennilega út í seinni hálfleikinn. Hefðum við byrjað almennilega þá held ég að við hefðum getað náð fínum úrslitum," sagði Rasmus sem segir muninn kannski vera sá að leikmenn Bröndby hafi nýtt sín færi á meðan Valur hafi ekki gert það.

„Þeir skoruðu úr þeim færum sem þeir fengu. Við klúðruðum færum sem við hefðum getað skorað úr. Þetta er kannski munurinn á íslensku deildinni og dönsku deildinni. Þeir eru aðeins betri en við inn í teig, bæði varnarlega og sóknarlega."

„Heilt yfir vorum við stundum að spila vel. Þegar við spilum okkar besta bolta þá er ekki mikill munur á þessum liðum. Við verðum að klára okkar færi og halda þeim frá því að skora svona auðveld mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner