Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 30. júní 2016 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Rasmus Christiansen: Bröndby er risaklúbbur
Rasmus spenntur fyrir því að taka á löndum sínum
Rasmus spenntur fyrir því að taka á löndum sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski varnarmaðurinn Rasmus Christiansen mun mæta löndum sínum í Bröndby í kvöld í forkeppni Evrópudeildarinnar á Valsvelli í kvöld.

Rasmus þekkir eðlilega vel til danska boltans og hann gerir sér grein fyrir því að Valsmanna bíður verðugt verkefni.

„Bröndby er risaklúbbur en hefur kannski ekki gengið nógu vel undanfarin ár. Þeir eru með frábært lið og þetta verður hörkuleikur. Við eigum alveg séns í þá þó þeir séu betri á pappírunum en við."

„Það er erfitt að segja til um hverju við erum að fara að mæta. Þeir voru að fá nýjan þjálfara og eru að breyta leikstílnum sínum, Þeir munu líklega pressa hátt og taka svolítið fast á okkur. Við þurfum bara að vera tilbúnir að mæta því,"
segir Rasmus.

Nánar er rætt við Rasmus í spilaranum hér að ofan.

Leikur Vals og Bröndby hefst klukkan 21 í kvöld en liðin mættust í Evrópukeppni fyrir tíu árum síðan.

Þá fór fyrri leikurinn fram í Danmörku og lauk með 3-1 sigri Bröndby en Valsarar gerðu markalaust jafntefli við danska stórliðið í síðari leiknum. Í liði Vals þá voru tveir leikmenn sem nú standa í ströngu með íslenska landsliðinu á EM, bakverðirnir Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason.

Í liði Vals í einvíginu gegn Bröndby var annar maður sem slegið hefur í gegn á EM, knattspyrnulýsandinn Guðmundur Benediktsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner