Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. júní 2016 10:04
Þorsteinn Haukur Harðarson
Stuðningsmenn Hamburg vilja fá Will Grigg
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að Norður Írinn Will Grigg hafi ekki spilað eina einustu mínútu á EM vegna meiðsla er hann orðinn einn vinsælasti maður mótsins. Nú hafa stuðningsmenn Hamburg í Þýskalandi byrjað undirskriftasöfnun til að kaupa Grigg.

Lagið Will Grigg is on fire, your defence is terrified, náði miklu flugi í kringum mótið, svo miklu að lagið komst í sjötta sæti á opinberum lagalista iTunes.

Grigg er metinn á eina og hálfa milljón evra og telja stuðningsmenn Hamburg að kaupinn myndu borga sig upp og rúmlega það með sölu á auglýsingavarning.

Grigg, sem spilar með Wigan, var markahæsti leikmaður þriðju efstu deildar Englands í vetur en hann skoraði þá 25 mörk í 40 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner