Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 30. júní 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Tólfunni tryggðir miðar á leik Íslands og Frakklands
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
22 meðlimum Tólfunnar hafa verið tryggðir miðar á stórleik Íslands gegn Frökkum næsta sunnudag í París.

Fyrirtækin Epli og Eimskip kaupa miðana fyrir stuðningsmannaklúbbinn. Joe Fraga, sem starfað hefur að uppgangi knattspyrnu í Bandaríkjunum og er mikill áhugamaður um íslenska knattspyrnu, og Björn Steinbekk, eigandi Sónar Reykjavík, höfðu milligöngu um kaup miðanna en þeir hafa aðstoðað Íslendinga við að fá miða á leiki Íslands í Frakklandi.

Bjarni Ákason hjá Epli segir mikilvægt að tólfti maður landsliðsins verði á leiknum. „Það hefur sýnt sig á undanförnum leikjum að stuðningurinn er liðinu afar mikilvægur. Því var ekki annað hægt en að aðstoða við að tryggja þessum frábæru stuðningsmönnum miða. Þeir mæta með gleðina að vopni og brýna okkur fyrir slaginn gegn Frökkum."

Ólafur Hand hjá Eimskip tekur í sama streng. „Árangur íslenska liðsins er undraverður og ber hróður landsins um allan heim. Þá hafa fjölmargir stuðningsmenn landlðsins vakið heimsathygli og Tólfan slegið tóninn.

Á þessari stundu er mikilvægt að liðið fái allan þann stuðning sem það getur fengið úr stúkunni. Að spila á móti heimaliðinu er erfitt og því verður krafturinn sem fylgir Tólfunni að njóta sín á vellinum."


Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem leikur nú í 8 liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi er nú þegar orðinn einstakur og hefur stuðningur við liðið, undir forystu Tólfunnar, vakið hrifningu um allan heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner