Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júní 2016 18:01
Þorsteinn Haukur Harðarson
Úrvalslið skipað leikmönnum sem Mourinho hefur þjálfað
Móri hefur þjálfað marga af bestu mönnum heims.
Móri hefur þjálfað marga af bestu mönnum heims.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur staðfest að hann muni endurnýja kynni sín við þjálfarann Jose Mourinho og spila undir hans stjórn næsta vetur. Af því tilefni hefur fjömiðillinn The Mirror tekið saman úrvalslið leikmanna sem Mourinho hefur þjálfað.

Markmaður:
Petr Cech: Cech kom til Chelsea árið 2004 og varð strax fastamaður hjá Mourinho 

Varnarmenn:
Zavier Zanetti: Fyrirliði Inter á meðan Mourinho var þjálfari liðsins.
John Terry: Var lykilmaður í liði Móra hjá Chelsea og er mikil vinátta milli þeirra.
Ricardo Carvalho: Móri tók hann með sér frá Porto til Chelsea þar sem hann stóð sig vel.
Paulo Ferrera: Annar leikmaður sem fór með Mourinho frá Porto til Chelsea. Lagði sig alltaf 100% fram.

Miðjumenn:
Deco: Lykilmaður í liði Portó sem vann Meistaradeildina óvænt undir stjórn Mourinho árið 2004.
Frank Lampard: Þeir unnu vel saman hjá Chelsea og áttu góðu gengi að fagna.
Wesley Sneijder: Var frábær hjá Inter í stjórnartíð Portúgalans.

Framherjar:
Cristiano Ronaldo: Það er ekki annað hægt en að velja hann í liðið. Einn sá besti í heimi. Þeir voru saman hjá Real Madrid.
Diego Milito: Hann blómstraði undir stjórn Mourinho hjá Inter.
Zlatan Ibrahimovic: Þeir unnu saman hjá Inter og munu endurnýja kynnin hjá Man Utd.

Nöfn sem komust ekki á lista:
Sergio Ramos, Iker Casillas, Eden Hazard,  Karim Benzema, Didier Drigba, Mezut Özil
Athugasemdir
banner
banner
banner