fim 30. júní 2016 16:39
Þorsteinn Haukur Harðarson
Vertonghen sagður illa meiddur - Frá í fjóra mánuði?
Mynd: Getty Images
Útlit er fyrir að belgíski varnarmaðurinn Jan Vertonghen hafi lokið þátttöku á EM en óstaðfestar fregnir herma að hann hafi meiðst illa á ökkla á æfingu.

Belgía mætir Wales í átta liða úrslitum EM á morgun og ljóst að það yrði mikið áfall fyrir Belga að missa leikmanninn úr liðinu.

Sé það rétt að hann verði frá í fjóra mánuði er það einnig mikið áfall fyrir Tottenham enda spilar hann stórt hlutverk í vörn enska liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner