Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 30. júlí 2013 23:27
Brynjar Ingi Erluson
Umfjöllun: Guðmunda Brynja með tvö mörk í sigri á Þrótturum
Magnús Kjartan Eyjólfsson skrifar frá Selfossi
Guðmunda Brynja skoraði tvö í dag
Guðmunda Brynja skoraði tvö í dag
Mynd: Fótbolti.net - Gunnar Már Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Gunnar Már Hauksson
Selfoss 4 - 2 Þróttur R.
0-1 Margrét María Hólmarsdóttir ('22 )
1-1 Svana Rún Hermannsdóttir ('27 )
1-2 Guðmunda Brynja Óladóttir ('30 )
1-3 Valerie O'Brien ('42 )
2-3 Ásgerður Arna Pálsdóttir ('78 )
2-4 Guðmunda Brynja Óladóttir ('84 )

Það var blíðskaparveður og bráðskemmtilegur fótbolti leikinn á Selfossvelli í kvöld þegar heimaliðið tók á móti botnliði Þróttar í Pepsideld kvenna í kvöld. Fyrir leikinn var Selfoss í 5. sæti deildarinnar með 13, stigi á undan Þór/KA.

Greinilegt var að leikmenn liðanna hafa haldið sér í æfingu meðan EM fór fram því bæði lið sýndu oft lipra takta og var jafnræði með liðunum fyrstu tuttugu mínúturnar, heimaliðið þó aðeins ákveðnara þó að Þróttur hafi fengið fyrsta dauðafæri leiksins á 17. mínútu eftir hornspyrnu. Lítið var að gerast í leiknum þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 22. mínútu.

Þar var að verki Margrét María Hólmarsdóttir sem sá að Inga Lára Sveinsdóttir, markvörður Selfyssinga var staðsett heldur framarlega og setti boltann í netið af löngu færi og kom gestunum yfir. Eftir markið jókst pressa Selfyssinga til muna og fékk Svana Rún Hermannsdóttir, nýr liðsmaður Selfoss, sannkallað dauðafæri á 26.mínútu en Kelsey Anne Walters varði vel í marki Þróttar.

Aðeins mínútu seinna fékka Svana Rún annað færi og í þetta skiptið brást henni ekki bogalistin er hún lék á tvo varnarmenn og rúllaði boltanum í netið og jafnaði þar með metin fyrir Selfoss. tveimur mínútum seinna voru heimastúlkur svo komnar yfir en þá fylgdi Guðmunda Brynja Óladóttir vel á eftir skoti Ernu Guðjónsdóttur og setti boltann í autt markið.

Eftir að hafa náð yffirhöndinni hélt Selfossliðið boltanum vel út hálfleikinn og bætti Valorie O´Brien þriðja markinu við á 41. mínútu með góðu skoti utarlega úr teignum og tryggði sínu liði tveggja marka forskot er haldið var til búningsherbergja.

Í seinni hálfleik var Selfossliðið meira með boltann og ógnuðu þær marki Þróttara nokkrum sinnum en gestirnir héldu þó enn í vonina og fengu nokkur færi á að minnka munin. Eitt þeirra færa nýtti Ásgerður Arna Pálsdóttir á 71. mínútu þegar hún slapp ein í genum vörn Selfyssinga og lagði boltann í markið. Þróttarar fengu svo úrvalsfæri þegar varamaðurinn Þorbjörg Pétursdóttir komst innfyrir vörn Selfyssinga en Inga Lára varði skotið í horn.

Uppúr þeirri hornspyrnu náðu svo Selfyssingar skyndisókn og nýttu hana til fullnustu þegar Guðmunda komst ein gegn markverði Þróttar og skoraði fjórða mark Selfyssinga. Eftir það fjaraði leikurinn út og sigur heimaliðsins staðreind þegar Gunnar Helgason, dómari flautaði leikinn af.

Sanngjarn sigur Selfyssinga sem eru eftir leikinn ennþá í 5. sæti Pepsideildarinnar. Þróttur situr hinsvegar sem fastast á botninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner