mið 30. júlí 2014 19:54
Elvar Geir Magnússon
1. deild: Grindavík sendi BÍ/Bolungarvík í fallsæti
Alex Freyr Hilmarsson kom Grindavík á bragðið.
Alex Freyr Hilmarsson kom Grindavík á bragðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 3 - 0 BÍ/Bolungarvík
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('66)
2-0 Óli Baldur Bjarnason ('73)
3-0 Hákon Ívar Ólafsson ('85)

Grindavík vann 3-0 sigur gegn BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla í kvöld en öll mörkin komu í seinni hálfleik eftir að sá fyrri hafði verið tíðindalítill.

Með sigrinum lyfti Grindavík sér upp úr fallsæti, er með 16 stig, en BÍ/Bolungarvík er með 13 og er því í fallsæti ásamt Tindastóli sem er langneðst.

Einar Karl Ingvarsson kom inn sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Grindavík og lagði upp fyrsta mark leiksins sem Alex Freyr Hilmarsson skoraði.

Óli Baldur Bjarnason bætti við marki úr þrumuskoti áður en Hákon Ívar Ólafsson innsiglaði sigurinn eftir gott spil. Mikilvæg þrjú stig hjá heimamönnum.

Smelltu hér til að skoða textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner