Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. júlí 2014 22:24
Arnar Daði Arnarsson
3. deild: Leiknir F. í góðri stöðu á toppi deildarinnar
Elvar Þór skoraði fyrir Hött í kvöld.
Elvar Þór skoraði fyrir Hött í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fóru fram í 3. deild karla í kvöld. Ekki eru öll liðin búin að spila jafn marga leiki en línur eru farnar að skýrast í deildinni.

Leiknir F. heldur sigurgöngu sinni áfram í deildinni með 2-0 sigri á Magna í Grenivík en heimamenn misstu mann af velli eftir átta mínútna leik.

Víðismenn kjöldrógu ÍH 4-1 á heimavelli þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Höttur vann sinn þriðja leik í röð með því að sigra Einherja 2-1 á heimavelli.

Í Víkinni var markaleikur milli Berskerja og Grundfirðinga í sveiflukenndum leik. Berserkir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins áður en Grundfirðingar jöfnuðu og komust síðan yfir 3-2. Þá gáfu Berserkir aftur í og skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og sigruðu að lokum 5-3.

Magni 0 - 2 Leiknir F.
0-1 Marc Ferrer (víti)
0-2 Hilmar Freyr Bjartþórsson
Rautt: Arnar Logi Valdimarsson (´8) (Magni)

Berserkir 5 - 3 Grundarfjörður

Víðir 4 - 1 ÍH
1-0 (Markaskorari vantar)
1-1 Hilmar Ástþórsson (víti)
2-1 Þorri Jensson (sjálfsmark)
3-1 Einar karl Vilhjálmsson
4-1 Guilherme Emanuel Silva Ramos
Rautt: Róbert Örn Ólafsson (´40) (Víðir)

Höttur 2 - 1 Einherji
1-0 Elvar Þór Ægisson - víti (´19)
1-1 Sigurður Donys Sigurðsson - víti (´69)
2-1 Marteinn Gauti Kárason (´84)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner