banner
   mið 30. júlí 2014 22:04
Arnar Daði Arnarsson
Borgunarbikarinn: Keflavík í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Keflvíkingar eru komnir í bikarúrslit.
Keflvíkingar eru komnir í bikarúrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Borgunarbikar karla eftir dramatískan sigur á Víking í vítaspyrnukeppni.

Eftir markalausan leik og markalausa framlengingu réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar höfðu heimamenn betur en Igor Taskovic og Aron Elís Þrándarson líklega tveir bestu leikmenn Víkings í sumar misnotuðu vítaspyrnu fyrir Víkinga.

Sindri Snær Magnússon misnotaði víti fyrir Keflvíkinga en það koma ekki að sök því Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflavíkur tryggði þeim sigurinn í keppninni með fimmtu vítaspyrnu liðsins.

Keflavík 3 - 2 Víkingur R.
1-0 Jóhann Birnir Guðmundsson ('120)
1-1 Kristinn Jóhannes Magnússon ('120)
2-1 Bojan Stefán Ljubicic ('120)
2-1 Igor Taskovic ('120, misnotað víti)
3-1 Elías Már Ómarsson ('120)
3-2 Ívar Örn Jónsson ('120, víti)
3-2 Sindri Snær Magnússon (´120 misnotað víti)
3-2 Aron Elís Þrándarson (´120 misnotað víti)
4-2 Haraldur Freyr Guðmundsson (´120)

Seinni undanúrslitaleikurinn í Borgunarbikarnum fer fram á morgun í Eyjum þegar ÍBV og KR eigast við.
Athugasemdir
banner
banner