Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. júlí 2014 16:16
Magnús Már Einarsson
Dómara spreyið notað í ensku úrvalsdeildinni (Staðfest)
Garðar Örn Hinriksson dómari með sprey.
Garðar Örn Hinriksson dómari með sprey.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á HM í Brasilíu fyrr í sumar vakti ,,dómara-sprey" mikla athygli hjá áhorfendum.

Spreyið var notað til að gera línu fyrir staðsetningu á varnarveggjum sem og til að láta vita hvar ætti að framkvæma aukaspyrnur. Spreyið hverfur af vellinum skömmu eftir að það er notað.

Enska úrvalsdeildin greindi frá því í dag að spreyið verði notað á komandi tímabili.

Spænska úrvalsdeildin gaf út svipaða yfirlýsingu í síðustu viku en spreyið hefur undanfarin ár einnig verið notað í Suður-Ameríku með góðum árangri.

Síðan er spurning hvort íslenskir dómarar fái að vera með spreyið á lofti næsta sumar?

Sjá einnig:
Rauði baróninn spreyjar í Grafarvogi
Athugasemdir
banner
banner
banner