Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
banner
   mið 30. júlí 2014 22:57
Mist Rúnarsdóttir
Gregg Ryder: Vantaði ekki ástríðuna
watermark Gregg var vonsvikinn eftir tapið í kvöld
Gregg var vonsvikinn eftir tapið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var afar vonsvikinn eftir 2-1 tapið gegn Selfossi fyrr í kvöld. Þróttarar sitja áfram í 3. sæti deildarinnar en eru nú 3 stigum á eftir ÍA sem eru í 2. sæti og unnu sinn leik í kvöld.

„Við erum mjög vonsviknir. Leikurinn fór ekki eins og við vildum. Selfoss fær samt hrós því að þeir mættu vel skipulagðir og héldu sig við skipulagið. Vel gert hjá þeim.“

„Þetta var einstefna í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu úr föstu leikatriði sem við vissum að þeir væru öflugir í. Við náðum ekki að bregðast við því. Við héldum boltanum vel í gegnum allan leikinn en nýttum okkur það ekki. Það er hægt að tala um hvað lið eru mikið með boltann en þegar maður nýtir það ekki þá verður maður að spyrja sig af hverju það er.“

„Það vantaði ekkert er snertir ástríðu og ákveðni. Strákarnir gáfu sig alla í þetta. Selfoss-liðið var mjög þétt og mjög vel skipulagt og það hefði þurft eitthvað sérstakt til að brjóta það niður. Mér fannst að ef við hefðum komist í 2-1 þá hefðum við unnið leikinn frekar þægilega. Svona er fótboltinn. Þeir skora úr föstu leikatriði og þannig var það.“


Ákveðinn vendipunktur varð í leiknum á 67. mínútu en þá var Halli Hallssyni vikið af velli. Þróttarar voru afar ósáttir við dóminn. Við spurðum Gregg út í uppákomuna.

„Ég talaði við Halla. Ég sá ekkert svo ég gat ekkert sagt við dómarann. Halli segist ekki hafa snert hann og ef hann segir það þá treysti ég því og þá hefur dómarinn tekið hræðilega ákvörðun. Fyrir utan það þá gera dómarar mistök.“

Björgólfur Takefusa er kominn aftur til Þróttar eftir að hafa reynt fyrir sér á öðrum vígstöðvum undanfarinn áratug. Bjöggi byrjaði leikinn í dag og Gregg er ánægður með að fá slíkan reynslubolta í hópinn.

„Við erum mjög ánægðir með að fá hann. Hann er reynslumikill og hefur skorað mikið af mörkum. Í leikjum eins og í dag hefði hann kannski nýst betur með því að koma inn af bekknum. Hann þarf nokkra leiki til að koma sér í sitt besta leikform en við erum mjög ánægðir með að fá hann.“

„Við höfum staðið okkur mjög vel að undanförnu og við viljum halda því áfram. Ég sagði við strákunum að skoða heildarmyndina og sjá hvað við höfum staðið okkur vel. Við sjáumst svo aftur á mánudaginn og þá vil ég hitta þá hungraða í að komast aftur á sigurbraut,
sagði Gregg meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner