Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. júlí 2014 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Heiða Dröfn Antonsdóttir (FH)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiða Dröfn Antonsdóttir sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni en hún leikur með FH í Pepsi-deildinni.

Heiða Dröfn er uppalinn í Val en auk þess að spila með Val og FH hefur hún spilað með Fylki.


Fullt nafn: Heiða Dröfn Antonsdóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: er oft kölluð Heidi Klum eða jafnvel bara Klum en mér er eiginlega alveg sama

Aldur: 21 árs

Gift/sambúð: Einhleyp

Börn: 2 börn, Guðrún Björg og Hanna

Kvöldmatur í gær: Bjó mér til mango kjúkling

Uppáhalds matsölustaður: Vegamót og Saffran

Hvernig bíl áttu: Renault Megane

Besti sjónvarpsþáttur: Modern Family

Uppáhalds hljómsveit: Bandið hans Budda er eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara

Uppáhalds skemmtistaður: ætli ég verði ekki að segja B5

Frægasti vinur þinn á Facebook: ekki viss

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ég er mættur!

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Nei

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: er ¼ færeysk og hef verið beðin um að spila með færeyska landsliðinu, held ég myndi seint segja já við því

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Rósa Björk, alltaf markahæst í fjöskylduboltanum

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: pabbi þegar hann tekur mig í brekkuspretti, vinnur mig alltaf!

Sætasti sigurinn: allir Íslandsmeistaratitlarnir í yngri flokkunum

Mestu vonbrigðin: Leikurinn á móti Breiðablik núna í sumar

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hildi, væri fínt að vera með einn brjálæðing fyrir aftan sig á miðjunni

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: hafa smá frí á sumrin svo maður gæti mögulega ferðast eitthvað

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Erna Guðrún

Fallegasti knattspyrnumaðurinn: Elís Rafn

Fallegasta knattspyrnukonan í deildinni: Hildur Antons

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Eftir að Ástrós fór í KR hefur verið hart barist um þennan titil en enginn ennþá komist með tærnar þar sem Ástrós er með hælana

Uppáhalds staður á Íslandi: uppí bústað í Svínadalnum

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: dettur ekkert í hug úr leik en mér fannst mjög skemmtilegt þegar ég náði að plata Höllu og sagði henni að það væri búningaæfing og hún mætti sem feit klappstýra á æfingu á meðan við hinar vorum bara í æfingafötunum

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 14 ára með Val

Besta við að æfa fótbolta: félagsskapurinn og svo er bara svo sjúklega gaman í fótbolta

Hvenær vaknarðu á daginn: yfirleitt í kringum 9

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já fylgist mikið með íþróttum og þá aðalega handbolta

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Valur-Breiðablik í bikarnum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: eftir margra ára spænsku nám þá get ég ekki sagt neitt á spænsku svo ætli það sé ekki spænska

Vandræðalegasta augnablik: þau eru mörg og flest ekki við hæfi hér

Skilaboð til Freys Alexanderssonar: hlakka til að sjá þig á leikjum í sumar

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: nei ætli ég haldi þeim ekki bara fyrir mig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner