Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 30. júlí 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Ingvar Kale: Þetta verður engin hefnd
Ingvar Þór Kale.
Ingvar Þór Kale.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er gríðarleg spenna og tilhlökkun," segir Ingvar Þór Kale markvörður Víkings en liðið mætir Keflavík í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

Ingvar var í markinu hjá Víkingi þegar liðið tapaði 4-0 gegn Keflavík í undanúrslitum bikarsins árið 2006.

,,Það var ekki góður leikur. Þeir komust í 1-0 og við gáfum allt í botn í lokin. Við gátum gert lítið í því að tapa 4-0 því við settum alla upp. Þetta verður engin hefnd. Þetta er nýr leikur átta árum síðar og þetta verður gaman," sagði Ingvar sem varð bikarmeistari með Breiðabliki árið 2009.

,,Ég spilaði bikarúrslitaleik fyrir fimm árum og það var einn af skemmtilegustu leikjunum á ferlinum. Vonandi næ ég að endurtaka það með Víkingi."

Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Keflvíkinga en Víkingar unnu 3-1 þegar þessi lið mættust í Pepsi-deildinni á dögunum.

,,Ég held að þetta sé 50/50 leikur. Þó að við höfum unnið þá um daginn þá er þetta allt önnur keppni og bikarinn er sérstök keppni. Þetta er bara spurning um dagsformið."

Víkingar hafa verið á miklu skriði að undanförnu en liðið er í 3. sæti í Pepsi-deildinni. ,,Við höfum unnið sex af síðustu sjö leikjum og það er sjálfstraust í mannskapnum. Vonandi náum við að taka það með okkur í bikarinn."
Athugasemdir
banner
banner