Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. júlí 2014 15:35
Elvar Geir Magnússon
Keita tók ekki í hönd Pepe: Hann kallaði mig apa
Úr leik Roma og Real Madrid í gær.
Úr leik Roma og Real Madrid í gær.
Mynd: Getty Images
Seydou Keita, leikmaður Roma, neitaði að taka í höndina á Pepe, varnarmanni Real Madrid, þegar liðin mættust í æfingaleik í Dallas í gær.

Keita er fyrrum leikmaður Barcelona en honum og Pepe lenti svo aftur saman síðar í leiknum. Keita kastaði vatnsflösku í Pepe sem á að hafa svarað með því að hrækja á Malímanninn.

Keita hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í gegnum Twitter. Hann segir að deilur þeirra á milli hafi byrjað árið 2011 í El Clasico þar sem Pepe hafi kallað sig apa.

Óvíst er hvort hegðun Keita og Pepe í gær muni hafa frekari afleiðingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner