Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. júlí 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg lokið
Mynd: Kristján Bernburg
Mynd: Kristján Bernburg
Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg í Belgíu lauk á dögunum en 33 íslenskir piltar á aldrinum 14-15 ára voru í skólanum. Það er VITA sport sem selur ferðir í skólann sem fer þrisvar fram í ár.

Sjö fastir þjálfarar eru við skólann auk gestaþjálfara þannig að æft var í litlum hópum þar sem hámark átta leikmenn voru á þjálfara.

Í ferðinni var leikið á móti á Club Brugge þar sem íslensku piltanir töpuðu báðum leikjunum.

Farastjóri í ferðinni var Guðjón Örn Jóhannson og stóð hann sig vel og hélt hann vel um hópinn allan tímann. Hópurinn fór í skemmtigarð Walibi og go-kart auk þess var boðið upp á fyrir lestra hvernig leikmenn geta bætt sig, knattspyrnu eróbik og f.l.

Að sögn Kristjáns skólastjóra þótti skólinn takast mjög vel í alla staði og sagði Kristján að þetta hefði verið mjög góður hópur sem hlustaði vel og vildi bæta sig

Aron Kári Aðalsteinsson Breiðablik vann eldri skólann og númer tvö var Alex Þór Hauksson Stjörnunni. Íyngri hópnum vann Ísak Karl Arnfinnsson úr Hetti á Egilsstöðum og númer tvö var Haraldur Einar Ásgrímsson í Fram.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir úr skólanum í ár. Nú fer fram annað námskeið sem endar 3. ágúst.


Athugasemdir
banner
banner
banner