Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. júlí 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mido rekinn frá Zamalek
Mynd: Getty Images
Mido, fyrrum leikmaður egypska landsliðsins og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið rekinn sem þjálfari Zamalek í heimalandinu en þetta kom fram á erlendum vefmiðlum í gær.

Mido, sem er 31 árs gamall, tók við Zamalek í janúar og kom liðinu í úrslitakeppnina í deildinni áður en hann vann egypska bikarinn með liðinu.

Þrátt fyrir þennan fína árangur þá var hann rekinn í gær en hann og stjórn félagsins áttu ekki samleið.

Þrátt fyrir það er hann tilbúinn til þess að vinna önnur störf fyrir félagið og vill ólmur halda áfram að gera eitthvað í þágu þess.

Mido lagði skóna á hilluna á síðasta ári einungis 30 ára gamall en hann spilaði fyrir tólf mismunandi félög á ferlinum. Þar má þó helst nefna Zamalek, Ajax, Marseille, AS Roma, Tottenham og Middlesbrough.
Athugasemdir
banner
banner