Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 30. júlí 2014 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Palli Gísla spáir í leiki kvöldsins í 1. deildinni
HK - KA sýndur í beinni 18:15
Páll Viðar þjálfari Þórs.
Páll Viðar þjálfari Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Palli spáir Grindvíkingum sigri í kvöld.
Palli spáir Grindvíkingum sigri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrettánda umferðin í 1. deild karla fer fram í heilu lagi í kvöld. Stórleikur umferðarinnar er án efa í Ólafsvík þegar Víkingur og ÍA mætast.

Við sýnum leik HK og KA í beinni útsendingu með SportTv klukkan 18:15.

Við fengum Pál Viðar Gíslason þjálfara Þórs Í Pepsi-deildinni til að spá í úrslit leikja í 1. deildinni.


Grindavík 3 - 0 BÍ/Bolungarvík (18:00)
Grindvíkingar rífa sig upp í þessum leik og vinna þennan leik örugglega. Þeir eru með alltof gott lið að mínu viti til að vera í einhverri botnbaráttu.

HK 2 - 2 KA (18:15) - Beint á SportTv.is
Þetta verður alvöru slagur. KA-menn mæta fyrrum þjálfara KA og hörðum KA-manni og ég held að hvorugt liðið gefist upp og leikurinn endar með jafntefli eftir hörkuleik.

Leiknir R. 2 - 0 KV (20:00)
Leiknismenn sigla þessu auðveldlega heim og styrkja stöðu sína á toppnum.

Þróttur R. 2 - 1 Selfoss (20:00)
Þróttarnir eru með skemmtilegt lið og vinna þennan leik með einu marki.

Tindastóll 1 - 1 Haukar (20:00)
Ég ætla gefa mér það að Stólarnir verði fastir fyrir heima og nái í stig gegn Haukum.

Víkingur Ó. 3 - 2 ÍA (20:00)
Þetta verður fullorðnisleikur. Víkingarnir eru búnir að dæla inn súper-stjörnum í lið sitt. Ég skýt á að þeir vinni þetta 3-2
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner