mið 30. júlí 2014 09:00
Karitas Þórarinsdóttir
„Þjálfaranum mínum fannst Elísa vera flott nafn''
Vesna Elísa Smiljkovic.
Vesna Elísa Smiljkovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þegar ég og Shaneka Gordon drukkum í fyrsta skiptið á Goslokahátíðinni, það var gaman.''
,,Þegar ég og Shaneka Gordon drukkum í fyrsta skiptið á Goslokahátíðinni, það var gaman.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Elísa og ég erum góðar vinkonur en það hafði ekki áhrif á að ég skipti um númer í sumar. Þetta er uppáhalds númerið mitt.''
,,Elísa og ég erum góðar vinkonur en það hafði ekki áhrif á að ég skipti um númer í sumar. Þetta er uppáhalds númerið mitt.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Landið er flott og fólkið er yndislegt.“
„Landið er flott og fólkið er yndislegt.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vesna Elísa Smiljkovic hefur spilað fótbolta á Íslandi í 10 ár. Á þessum árum hefur hún leikið með Keflavík, Þór/KA og svo ÍBV sem er hennar núverandi félag. Einnig hefur hún verið fastamaður í serbneska landsliðinu.

Sjöan er uppáhalds númerið mitt
Hún hefur verið lykilmaður í liði ÍBV og er einn reynslu mesti leikmaður liðsins. Í vor fékk hún íslenskan ríkisborgararétt og fékk sér í leiðinni íslenskt nafn en fyrir valinu varð nafnið Elísa.

„Ég valdi þetta nafn því mér fannst það fallegt og þjálfaranum mínum fannst það líka, svo ég ákvað að fá mér þetta nafn“, sagði Vesna Elísa við Fótbolta.net

Eftir að Elísa Viðarsdóttir fyrirliði ÍBV fór í atvinnumennsku til Kristianstad í Svíþjóð síðasta haust losnaði treyjunúmerið hennar, 7, og Vesna var fljót að grípa það.

„Elísa og ég erum góðar vinkonur en það hafði ekki áhrif á að ég skipti um númer í sumar. Þetta er uppáhalds númerið mitt,“ útskýrðir Vesna.

Hún fékk ríkisborgararéttinn frá Alþingi í maí síðastliðnum en er frá Serbíu og spilar með serbneska landsliðinu.  Hún veit ekki hvar hún mun enda.

,,Ég var mjög hamingjusöm þegar ég fékk ríkisborgararéttinn, en ég get ekki lofað því að búa hérna á Íslandi því enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér."

Venjulega fer ég út til Serbíu eftir tímabilið og eyði tímanum með vinum og fjölskyldu í rólegheitum. Þrátt fyrir að ég fari alltaf út eftir tímabilið að þá elska ég að vera á Íslandi líka. Landið er flott og fólkið er yndislegt, sérstaklega Vestmannaeyingarnir“.


Allir vilja prófa það að fara út fyrir landsteinana og spila fótbolta í öðru landi
Vesna er búin að spila hér á landi í 10 ár og er enn að upplifa atvinnumannadrauminn sinn með ÍBV. Hún segir að það sé munur á fótboltanum í Serbíu og á Íslandi, og henni finnst tímabilið með ÍBV vera öðruvísi í ár en hún er vön.

Gengi liðsins hefur ekki verið nægilega gott í sumar og svo er hún komin með nýtt hlutverk í liði ÍBV en það er að sinna varnarhlutverkinu en áður var hún einn besti sóknarmaðurinn í Pepsi-deildinni.

„Ég hef tekið eftir framförum í fótboltanum hér frá því ég kom hingað fyrst, hann er orðinn mikið betri. En það sem er ólíkt fótboltanum í Serbíu miðað við á Íslandi er að sá serbneski er tekknískari," segir Vesna.

„Tímabilið núna er öðruvísi fyrir okkur. Við misstum þrjá mikilvæga leikmenn í meiðsli og Elísa fór út. Hún var mjög mikilvægur hlekkur í vörninni. Við höfum verið mjög óheppnar með leikina okkar. Höfum verið verið að spila ágætlega en óheppnar samt. Við getum gert betur í seinni hlutanum, ég hef trú á liðinu mínu“.

„Við misstum bakvörð og ég fór í það hlutverk. Ég þurfti smá tíma til að aðlagast en þetta er í góðu lagi núna. Það getur stundum verið krefjandi að vera í bakverðinum eftir að hafa spilað sem sóknarmaður í mörg ár, en ég reyni alltaf að gera mitt besta og mér er alveg sama í hvaða stöðu ég spila“.

Ég og Danka þurftum að kenna þjálfaranum serbneska dansa.
Atvinnumennskan getur boðið upp á rólega og atburða litla daga og farið úr því yfir í að vera eitt æfintýri þar sem skemmitlegar minningar með alls konar fólki hrannast upp.

„Á venjulegum degi á Íslandi vakna ég sirka 9:30, fæ mér morgunmat og fer svo í vinnu. Þaðan fer ég svo beint á æfingu og eftir hana elda ég mér kvöldmat, uppáhalds maturinn minn er steik. Svo þegar líða tekur á kvöldið horfi ég á bíómynd eða fer upp í rúm og les bók“.

„Uppáhalds minningarnar mínar frá Íslandi fyrir utan fótbotann eru skemmtileg atvik eing og þegar ég og Danka Podovac þurftum að kenna þjálfaranum okkar serbneska dansa og syngja afmælissönginn fyrir hann. Og þegar ég og Shaneka Gordon drukkum í fyrsta skiptið á Goslokahátíðinni í fyrra, það var gaman“.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner