mið 30. júlí 2014 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Jonathan Hendrickx, leikmaður FH, setti inn þessa mynd af FH-ingum á leið til Svíþjóðar.
Jonathan Hendrickx, leikmaður FH, setti inn þessa mynd af FH-ingum á leið til Svíþjóðar.
Mynd: Twitter
Mynd: Fótbolti.net
Hér að neðan má sjá brot af boltaumræðunni á samskiptasíðunni Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum.

Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet



Guðmundur Óskar, fótboltaáhugamaður:
Man Utd vantar hafsent ef liðin gætu sleppt ríg í smá stund væri sniðugt að skipta Agger á móti Nani plús einhver pund #winwin

Magnús Eyjólfsson, stuðningsmaður Everton:
Lukaku sagður á leið til Everton fyrir 28m punda. Að því gefnu að hann er í raun og veru 21 árs, þá er ég í skýjunum.

Einar Matthías ‏Kristjánsson, kop.is:
Grunar að Everton eigi eftir að græða töluvert á þessum Lukaku kaupum, bæði hvað hópinn varðar núna og endursölu eftir 2-3 ár.#toppstriker

Daníel Freyr Jónsson, Fótbolta.net:
Það sem Everton er að gera góða hluti. Barkley í gær og Lukaku í dag. #framtíðin

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net:
Vinaslit dagsins, dómarinn sem fór að fordæmi Sigga Ragga og sleit vinskap við alla íþróttafréttamenn á Facebook. #RaudiBaroninn #saknaHans

Jón Kári Eldon, leikmaður KV:
Ghetto Ground í kvöld. Einn af þessum alvöru heimavöllum á Íslandi.
Leiknir - KV kl.20:00. #RealRecognizeReal #KVnation

Máni Pétursson, útvarpsmaður:
Baráttukveðjur á vini mína og félaga í Keflavík. Takið á móti Víking eins og alvöru Keflvíkingar. Þið eruð fucking Keflavík! 19.15 nettov.

Aron Heiðdal, nýr leikmaður Keflavíkur:
Heiður að fá að klæðast lang fallegustu treyju landsins það sem eftir lifir tímabils. Gleði og gott veður. Áfram Keflavík!

Haraldur Ingólfsson, Þórsari:
Til að dæma um fegurð nýju landsliðstreyjunnar þarf maður að sjá alvöru mann í henni, ekki gínu bera að neðan. @AronGunnarsson1 #fotbolti

Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar:
Heyrst hefur að Siggi Dúlla ætlar að krækja í Ronaldinho og Guddy rétt fyrir lokun gluggans, verður með viðtal úr bílnum á Samsung í dag



Athugasemdir
banner
banner