Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. júlí 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
12 setningar: „Leiknir með sál sem á heima í efstu deild"
Mynd: Fótbolti.net
Þorkell Gunnar tekur viðtal á Laugardalsvelli.
Þorkell Gunnar tekur viðtal á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12 setningar er dagskrárliður hér á Fótbolta.net þar sem við fáum fjölmiðlamann til að svara tólf spurningum um Pepsi-deildina, hverri með einni setningu. Það er ein spurning sem tengist hverju liði í deildinni.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, er í fæðingarorlofi og óskum við honum til hamingju með frumburðinn. Þorkell tók sér tíma til að svara 12 spurningum.

Hvernig er FH að höndla pressuna?
Vel miðað við að liðið sé á toppnum, en við minnsta mótlæti er pirringurinn alltof mikill.

Hvernig er sterkasta sóknarlína KR?
Það veit enginn, enda kæmust allir þessir KR-framherjar eflaust í næstum hvaða byrjunarlið sem er.

Er Valur komið aftur í hóp þeirra allra bestu á landinu?
Ef Valur nær í annan af stóru titlunum þá mögulega já.

Mun Glenn gera gæfumuninn fyrir Breiðablik?
Hann mun skora 2-3 mörk en hvort það sé nóg til að gera gæfumuninn verður að koma í ljós.

Getur Fjölnir tekið þátt í Evrópubaráttu?
Hefði sagt já, klárlega fyrir svona fjórum umferðum, en hendi í nei núna.

Eru leikmenn Stjörnunnar ekki betri en þetta?
Jújú, vantar ekki bara þessa miklu grimmd í Stjörnumenn sem skiluðu Íslandsmeistaratitlinum og Evrópuárangrinum í fyrra?

Sérðu Hemma Hreiðars ná að láta Fylki taka næsta skref?
Ef næsta skref þýðir að enda í Evrópusæti í haust, þá nei.

Er Gulli Jóns að ná öllu úr mannskapnum sem hægt er?
Skaginn er með frekar lítinn leikmannahóp finnst mér, þannig að já klárlega.

Gerði brotthvarf Óla Þórðar gæfumuninn?
Það er svosem auðvelt að segja já miðað við úrslitin í fyrstu leikjunum án hans.

Er Ásmundur rétti skipstjórinn í brú Eyjaliðsins?
Já ætli það ekki bara.

Hefur Leiknir gæði til að vera áfram í þessari deild?
Leiknir hefur sál sem á heima í efstu deild, en veit ekki með gæðin.

Á Keflavík séns?
Nei, ekki glætu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner