Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júlí 2015 14:36
Magnús Már Einarsson
16 ára gutti í markið hjá AC Milan í vítakeppni gegn Real Madrid
Gianluigi Donnarumma.
Gianluigi Donnarumma.
Mynd: Getty Images
Real Madrid 0 - 0 AC Milan (10-9 eftir vító)

Hinn 16 ára gamli Gianluigi Donnarumma, fæddur árið 1999, stóð á milli stanganna hjá AC Milan þegar liðið mætti Real Madrid í vítaspyrnukeppni í International Champions Cup í dag.

Markalaust var eftir 90 mínútur og því var farið í vítaspyrnukeppni. Donnarumma kom þar inn í markið hjá AC Milan og hann varði spyrnu frá Toni Kroos eftir að Carlos Bacca hafði klúðrað víti fyrir AC.

Leikmenn liðanna voru öruggir á punktinum að öðru leyti og á endanum var komið að markvörðunum að spyrna.

Kiko Casilla, markvörður Real, skoraði úr sinni spyrnu og varði síðan spyrnuna frá hinum 16 ára gamla Donnarumma og tryggði um leið spænska liðinu sigur.
Athugasemdir
banner
banner