fim 30. júlí 2015 18:45
Magnús Már Einarsson
Danny Murphy var í viðræðum við Liverpool
Mynd: Getty Images
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, átti í viðræðum um að koma inn í þjálfaralið félagsins á dögunum.

Colin Pascoe, aðalþjálfari Liverpool, var rekinn í sumar og í umræðunni var að Murphy myndi taka stöðu hans. Gary McAllister, annar fyrrum Liverpool maður, fékk stöðuna á endanum.

„Fyrir nokkrum vikum spjallaði ég við Brendan um möguleikann á því að vinna með honum og félaginu á nýjan leik en það gekk ekki alveg," sagði Murphy.

„Það var heiður að vita til þess að hann hugsaði til mín."

Hinn 38 ára gamli Murphy lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir að hafa síðast leikið með Blackburn. Hann lék með Liverpool frá 1997 til 2004.
Athugasemdir
banner
banner
banner