Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 30. júlí 2015 13:29
Magnús Már Einarsson
Heimild: Viðskiptablaðið 
Lagerback útilokar ekki að halda áfram eftir EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.

Lars er með samning fram yfir EM næsta sumar en þá á Heimir Hallgrímsson að taka einn við liðinu. Er einhver möguleiki á að Lars verði áfram við stjórnvölinn í undankeppni HM 2016?

„Ég hreinlega veit það ekki. Ég er samningsbundinn fram yfir EM 2016 ef við komumst þangað og við höfum ekkert rætt um framtíðina, við sjáum bara hvað gerist," segir Lars í viðtalinu.

„Ég segi alltaf varðandi framtíðina að ég loka engum dyrum, en ég er bara að einbeita mér að því að koma okkur á EM og veit ekki hvað gerist eftir það."

„Þegar maður eldist hugsar maður hvort maður vilji gera eitthvað annað, en eins og ég segi veit ég ekki hvað ég mun gera,“
segir Lars.
Athugasemdir
banner
banner
banner