Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júlí 2015 09:30
Arnar Geir Halldórsson
Mario Gomez á leið til Besiktas
Mario Gomez er að yfirgefa Fiorentina
Mario Gomez er að yfirgefa Fiorentina
Mynd: Getty Images
Þýski markahrókurinn, Mario Gomez, mun að öllum líkindum ganga í raðir tyrkneska liðsins Besiktas á allra næstu misserum.

Tyrkneska félagið hefur náð samkomulagi við Fiorentina um kaup á kappanum en samkvæmt ítölskum miðlum er kaupverðið í kringum 8 milljónir evra.

Gomez mun halda til Tyrklands á morgun og gangast undir læknisskoðun hjá Besiktas. Honum er ætlað að fylla skarð Demba Ba sem yfirgaf Besiktas fyrir Shanghai Shenhua en Ba skoraði 18 mörk í tyrknesku deildinni á síðustu leiktíð.

Fiorentina keypti Gomez frá Bayern Munchen fyrir tveim árum síðan og borgaði 20 milljónir evra fyrir en Þjóðverjinn hefur ekki náð sér á strik á Ítalíu þar sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Fari svo að Gomez gangi í raðir Besiktas verður hann önnur stórstjarnan sem fer til Besiktas á skömmum tíma en Portúgalinn Ricardo Quaresma gerði nýverið samning við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner